
ENGJALAND 4
Selfossi
Um Reny
RENY ehf. er íslenskt verktakafyrirtæki sem starfar sem alhliða byggingarverktaki með fjölbreytt verkefni innan byggingariðnaðarins. Félagið sinnir bæði viðhaldi og uppgerð fasteigna fyrir einstaklinga og félög auk nýbygginga, allt frá undirstöðu- og uppsteypuvinnu til innréttingaverkefna og frágangs.
RENY ehf. hefur unnið að fjölmörgum verkum á undanförnum árum, þar á meðal byggingu nýrra fjölbýlishúsa og annarra mannvirkja. Dæmi um slíkt er 14 íbúða fjölbýlishús við Engjaland 4 á Selfossi, sem var lokið haustið 2024.
Fyrirtækið býður einnig upp á útleigu á girðingum fyrir verkkaupa og aðra aðila og leggur áherslu á sveigjanleika og þjónustu í tengslum við verkefnastjórnun og framkvæmd.
Til viðbótar við byggingarstarfsemi sinnir RENY ehf. flutningum og losun á byggingarefni og tækjum með eigin vörubíl sem er útbúinn krókheysi og krana, sem auðveldar vinnu á verkstæðum.
RENY ehf. leggur einnig áherslu á umhverfisábyrgð og hefur gert samning um kolefnisbindingu með Kolvið-sjóði til að vinna að bindingu kolefnis sem fellur til vegna starfsemi félagsins.
Verkefni
Bygging á 14 íbúða fjölbýlishúsi við Engjaland 4, Selfossi. Um er að ræða 4 hæða hús ásamt bílastæðakjallara.
Nánari upplýsingar má finna á www.engjaland.is

RENY og Kolviður
RENY ehf er með samning við Kolvið-sjóð varðar kolefnisbindingu. Eins og kemur fram í samningnum þá er markmiðið að binda kolefni – CO2 – sem til fellur vegna starfsemi RENY. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri, jarðvegi og landgræðslu sem Kolviður hefur umsjón með.


